Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 16:36 Myndir frá réttarhöldunum yfir Navalní innan veggja hámarksöryggisfangelsisins. AP/Alexander Zemlianichenko Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23