Bayern krefst svara strax eftir nýtt risatilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 14:05 Harry Kane er markahæstur í sögu Tottenham og enska landsliðsins, og næstmarkahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, á eftir Alan Shearer. Getty/Yong Teck Lim Bayern München hefur ákveðið að rjúfa 100 milljóna evra múrinn með nýju tilboði í Harry Kane, framherja Tottenham, og vill fá skýrt svar í dag um hvort að kaupin geti gengið eftir. Frá þessu greinir til að mynda Sky Sports í Englandi og Þýskalandi. Þýski miðillinn segir að eftir samningafundi forráðamanna félaganna í Lundúnum í vikunni sjái nú fyrir endann á félagaskiptasögunni, en ekki sé enn ljóst hvort að félögin nái saman um kaupverð. Excl. News #Kane: Bayern has submitted a new offer of more than 100m now - with bonus payments included Bayern bosses expect an answer in the hours! #COYS@SkySportDE pic.twitter.com/PfKdQdiYdX— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 4, 2023 Bayern sé þó tilbúið að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu þýsku 1. deildarinnar í fótbolta en ekki sé eins víst að Tottenham samþykki 100 milljóna evra tilboðið. Bayern want and expect Tottenham to decide today about Harry Kane deal, as reported earlier. The position is clear on Bayern side: make or break after new, improved bid. Bayern already has green light from Kane but deal only depends on Daniel Levy now. pic.twitter.com/66GXPAjygh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2023 Enska blaðið Telegraph segir að Bayern hafi gefið Tottenham frest til miðnættis til að samþykkja tilboðið en samkvæmt Sky í Þýskalandi er það ekki alveg svo að um afarkosti sé að ræða og að málið sé úr sögunni kjósi Tottenham að hafna tilboðinu. Kane, sem er þrítugur, á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hann er sagður þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Bayern svo að málið snýst aðeins um það hvort að Daniel Levy og félagar hjá Tottenham samþykkja tilboð þýsku meistaranna. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Frá þessu greinir til að mynda Sky Sports í Englandi og Þýskalandi. Þýski miðillinn segir að eftir samningafundi forráðamanna félaganna í Lundúnum í vikunni sjái nú fyrir endann á félagaskiptasögunni, en ekki sé enn ljóst hvort að félögin nái saman um kaupverð. Excl. News #Kane: Bayern has submitted a new offer of more than 100m now - with bonus payments included Bayern bosses expect an answer in the hours! #COYS@SkySportDE pic.twitter.com/PfKdQdiYdX— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 4, 2023 Bayern sé þó tilbúið að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu þýsku 1. deildarinnar í fótbolta en ekki sé eins víst að Tottenham samþykki 100 milljóna evra tilboðið. Bayern want and expect Tottenham to decide today about Harry Kane deal, as reported earlier. The position is clear on Bayern side: make or break after new, improved bid. Bayern already has green light from Kane but deal only depends on Daniel Levy now. pic.twitter.com/66GXPAjygh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2023 Enska blaðið Telegraph segir að Bayern hafi gefið Tottenham frest til miðnættis til að samþykkja tilboðið en samkvæmt Sky í Þýskalandi er það ekki alveg svo að um afarkosti sé að ræða og að málið sé úr sögunni kjósi Tottenham að hafna tilboðinu. Kane, sem er þrítugur, á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hann er sagður þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Bayern svo að málið snýst aðeins um það hvort að Daniel Levy og félagar hjá Tottenham samþykkja tilboð þýsku meistaranna.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira