„Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt“ Kári Mímisson skrifar 3. ágúst 2023 22:44 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í fyrr í sumar Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum svekktur með tapið gegn Val í kvöld á Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og sagði Nik að það hafi verið litlu atriðin sem hafi ráðið úrslitum leiksins í kvöld. „Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira