Liverpool skoraði þrjú mörk en tapaði samt á móti Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 13:29 Virgil van Dijk fagnar marki sínu í fyrsta leiknum eftir að hann tók formlega við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Getty/Yong Teck Lim Liverpool missti niður forskot í tvígang í 4-3 tapi á móti þýska stórliðinu Bayern München í æfingarleik liðanna í Singapúr í dag. Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira