Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2023 08:38 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir miklum vandræðum með lögin. Hann hefur verið ákærður tvisvar og gæti verið ákærður tvisvar til viðbótar. AP/Matt Rourke Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. Trump hefur notað kosningasjóði sína til að greiða reikninga sína vegna lögsókna og ákæra sem hann stendur frammi fyrir. Trump hefur verið ákærður í tveimur mismunandi umdæmum og stendur frammi fyrir þriðju ákærunni í þriðja umdæminu á næstunni og mögulega þeirri fjórðu. Hann er einnig að greiða lögfræðikostnað nokkurra vitna sem vinan fyrir hann eða tengjast honum nánum böndum, samkvæmt frétt New York Times. Hingað til hefur Trump neitað að setja upp sérstakan sjóð fyrir sig og þá sem hann er að styðja. Óljóst er hve mikið kosningasjóðurinn fékk endurgreitt en Save America hefur varið rúmum fjörutíu milljónum dala í lögfræðigjöld Trumps á þessu ári, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Forsvarsmenn sjóða Trumps munu leggja fram skjöl í dag sem sýna munu hve miklum fjármunum hefur verið varið og í hvað. Á undanförnum tveimur árum hafði sjóðurinn varið sextán milljónum dala í lögfræðikostnað en það er til viðbótar við milljónirnar fjörutíu. Síðan þá hefur Trump verið ákærður tvisvar og hefur stækkað lögfræðiteymi sitt og sinna. Halaði inn peningum eftir tap Eftir að Trump tapaði forsetakosningunum 2020 hefur hann safnað fúlgum fjár á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Peningarnir streymdu inn frá stuðningsmönnum hans og mikið magn þeirra fór í Save America. Pólitískar aðgerðanefndir eins og Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu heldur til að styðja aðra frambjóðendur Repúblikanaflokksins og refsa öðrum. Sjá einnig: Trump situr á digrum sjóðum Í byrjun þessa árs átti Save America þó eingöngu átján milljónir dala en samkvæmt frétt NYT byrjaði hann að flytja hluta alls fjármagns sem hann aflaði í þennan sjóð, sem hann hefur notað til að greiða lögmönnum sínum. Af hverjum dali sem hann safnar, eru tíu sent sögð renna til Save America. Það myndi þó ekki duga til að greiða lögfræðikostnað Trumps og annarra og fjárveitingar úr kosningasjóðum Trumps til aðgerðanefndarinnar þýðir að hann eigi minni peninga til að verja til framboðs síns. Sagði Trump bara vilja forðast fangelsi Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, sem tekur einnig þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði í Iowa um helgina að Trump væri ekki að bjóða sig aftur fram til að gera Bandaríkin betri. Markmið hans væri eingöngu að forðast að lenda í fangelsi. Þetta sagði Hurd í lok ræðu sinnar á viðburði í Iowa á föstudagskvöldið en áhorfendur brugðust reiðir við og púuðu á hann. „Ég veit, ég veit,“ sagði Hurd. „Sannleikurinn getur verið erfiður en ef við kjósum Donald Trump, erum við vísvitandi að gefa Joe Biden fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu og Bandaríkin ráða ekki við það.“ Það var enn púað á hann er hann gekk af sviði. Trump brást reiður við þessum ummælum og skrifaði um Hurd á Truth Social, sem er samfélagsmiðill í eigu Trumps. „Ég tók eftir því að í Iowa í gær, að lítið þekktur og misheppnaður þingmaður, Will Hurd, er í alvörunni að bjóða sig fram til forseta.“ Hann grínaðist svo með það að Hurd hefði verið púaður af sviðinu. Þá sagði Trump ekki rétt að hann væri eingöngu að bjóða sig fram til að komast hjá fangelsisvist og staðhæfði að ef honum gengi ekki vel í kosningabaráttunni, þá ætti hann ekki í þessum vandræðum með lögin. Þar ýjaði hann að því að verið væri að beita dómskerfinu gegn honum til að stöðva hann. Samkvæmt nýjustu könnunum er Trump lang líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins aftur. Í nýrri könnun NYT og Siena er hann með 54 prósenta fylgi en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er svo næstur honum með sautján prósent. Tvær ákærur en fjögur mál Eins og áður segir hefur Trump verið ákærður tvisvar sinnum. Í öðru tilviki vegna opinberra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þar á meðal voru leynileg skjöl sem hann virðist hafa sýnt fólki sem hafði ekki heimild til að skoða þau. Sjá einnig: Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Hann hefur einnig verið ákærður vegna þagnargreiðslu til klámstjörnunnar Stormy Daniels í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sjá einnig: Trump með stöðu sakbornings, aftur Til viðbótar við það stendur Trump frammi fyrir tveimur rannsóknum sem gætu leitt til fleiri ákæra. Önnur snýr að árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hin snýr að tilraunum hans til að breyta úrslitum kosninganna í Georgíu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33 Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Trump hefur notað kosningasjóði sína til að greiða reikninga sína vegna lögsókna og ákæra sem hann stendur frammi fyrir. Trump hefur verið ákærður í tveimur mismunandi umdæmum og stendur frammi fyrir þriðju ákærunni í þriðja umdæminu á næstunni og mögulega þeirri fjórðu. Hann er einnig að greiða lögfræðikostnað nokkurra vitna sem vinan fyrir hann eða tengjast honum nánum böndum, samkvæmt frétt New York Times. Hingað til hefur Trump neitað að setja upp sérstakan sjóð fyrir sig og þá sem hann er að styðja. Óljóst er hve mikið kosningasjóðurinn fékk endurgreitt en Save America hefur varið rúmum fjörutíu milljónum dala í lögfræðigjöld Trumps á þessu ári, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Forsvarsmenn sjóða Trumps munu leggja fram skjöl í dag sem sýna munu hve miklum fjármunum hefur verið varið og í hvað. Á undanförnum tveimur árum hafði sjóðurinn varið sextán milljónum dala í lögfræðikostnað en það er til viðbótar við milljónirnar fjörutíu. Síðan þá hefur Trump verið ákærður tvisvar og hefur stækkað lögfræðiteymi sitt og sinna. Halaði inn peningum eftir tap Eftir að Trump tapaði forsetakosningunum 2020 hefur hann safnað fúlgum fjár á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Peningarnir streymdu inn frá stuðningsmönnum hans og mikið magn þeirra fór í Save America. Pólitískar aðgerðanefndir eins og Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu heldur til að styðja aðra frambjóðendur Repúblikanaflokksins og refsa öðrum. Sjá einnig: Trump situr á digrum sjóðum Í byrjun þessa árs átti Save America þó eingöngu átján milljónir dala en samkvæmt frétt NYT byrjaði hann að flytja hluta alls fjármagns sem hann aflaði í þennan sjóð, sem hann hefur notað til að greiða lögmönnum sínum. Af hverjum dali sem hann safnar, eru tíu sent sögð renna til Save America. Það myndi þó ekki duga til að greiða lögfræðikostnað Trumps og annarra og fjárveitingar úr kosningasjóðum Trumps til aðgerðanefndarinnar þýðir að hann eigi minni peninga til að verja til framboðs síns. Sagði Trump bara vilja forðast fangelsi Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, sem tekur einnig þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði í Iowa um helgina að Trump væri ekki að bjóða sig aftur fram til að gera Bandaríkin betri. Markmið hans væri eingöngu að forðast að lenda í fangelsi. Þetta sagði Hurd í lok ræðu sinnar á viðburði í Iowa á föstudagskvöldið en áhorfendur brugðust reiðir við og púuðu á hann. „Ég veit, ég veit,“ sagði Hurd. „Sannleikurinn getur verið erfiður en ef við kjósum Donald Trump, erum við vísvitandi að gefa Joe Biden fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu og Bandaríkin ráða ekki við það.“ Það var enn púað á hann er hann gekk af sviði. Trump brást reiður við þessum ummælum og skrifaði um Hurd á Truth Social, sem er samfélagsmiðill í eigu Trumps. „Ég tók eftir því að í Iowa í gær, að lítið þekktur og misheppnaður þingmaður, Will Hurd, er í alvörunni að bjóða sig fram til forseta.“ Hann grínaðist svo með það að Hurd hefði verið púaður af sviðinu. Þá sagði Trump ekki rétt að hann væri eingöngu að bjóða sig fram til að komast hjá fangelsisvist og staðhæfði að ef honum gengi ekki vel í kosningabaráttunni, þá ætti hann ekki í þessum vandræðum með lögin. Þar ýjaði hann að því að verið væri að beita dómskerfinu gegn honum til að stöðva hann. Samkvæmt nýjustu könnunum er Trump lang líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins aftur. Í nýrri könnun NYT og Siena er hann með 54 prósenta fylgi en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er svo næstur honum með sautján prósent. Tvær ákærur en fjögur mál Eins og áður segir hefur Trump verið ákærður tvisvar sinnum. Í öðru tilviki vegna opinberra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þar á meðal voru leynileg skjöl sem hann virðist hafa sýnt fólki sem hafði ekki heimild til að skoða þau. Sjá einnig: Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Hann hefur einnig verið ákærður vegna þagnargreiðslu til klámstjörnunnar Stormy Daniels í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sjá einnig: Trump með stöðu sakbornings, aftur Til viðbótar við það stendur Trump frammi fyrir tveimur rannsóknum sem gætu leitt til fleiri ákæra. Önnur snýr að árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hin snýr að tilraunum hans til að breyta úrslitum kosninganna í Georgíu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33 Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33
Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent