„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 22:00 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hvorki munu gleyma öllu því sem Rússar hafa gert, né heldur muni hún fyrirgefa það. Skrifstofa forseta Úkraínu Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira