Enski boltinn

Wilfried Zaha til Galatasaray á frjálsri sölu

Siggeir Ævarsson skrifar
Wilfried Zaha var kynntur til leiks hjá Galatasaray í dag
Wilfried Zaha var kynntur til leiks hjá Galatasaray í dag Twitter@@GalatasaraySK

Wilfried Zaha var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Galatasary í Tyrklandi. Zaha hafnaði himinháum samningi hjá Crystal Palace fyrir tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu.

Zaha, sem leikið hefur nánast allan sinn feril með Crystal Palace eftir að hafa komið upp úr akademíu félagsins, stóð til boða nýr samningur sem hefði tryggt honum 200.000 pund í vikulaun. Að lokum var það möguleikinn á að spila í Meistaradeild Evrópu sem réð úrslitum um félagaskiptin. 

Zaha sagðist m.a. hafa ráðfært sig við landa sinn Didier Drogba áður en hann tók lokaákvörðunina, en Drogba lék með Galatasaray tímabilið 2013-14. Zaha hafði úr ýmsum möguleikum að velja, en lið í Sádí Arabíu höfðu áhuga á kröftum hans, sem PSG, Napólí, Lazio og erkifjendur Galatasary í Fenerbahce.

Hinn 30 Zaha, sem lék alls 458 leiki með Palace í öllum keppnum, fær því loks tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu. Hann verður þó væntanlega ekki löglegur fyrr en í næstu umferð og mun ekki spila seinni leik liðsins gegn Árna Vilhjálmssyni og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×