Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 11:47 Miklar skemmdir urðu á altari í austurhluta dómkikrjunnar. AP/Jae C. Hong Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15