Íslenski boltinn

Hallgrímur framlengir við KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur Mar Steingrímsson verður áfram hjá KA.
Hallgrímur Mar Steingrímsson verður áfram hjá KA. vísir/diego

Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur framlengt samning sinn við KA til 2025.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn KA enda er Hallgrímur leikja- og markahæstur í sögu KA, bæði þegar litið er á allar keppnir og efstu deild.

Hallgrímur hefur leikið 147 leiki fyrir KA í efstu deild og skorað 47 mörk. Í sumar hefur hann leikið fjórtán leiki í Bestu deildinni og skorað eitt mark.

Hallgrímur er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hefur leikið með KA síðan 2009 ef frá er talið tímabilið 2015 þegar hann var í Víkingi.

Hallgrímur og félagar hans í KA sækja Connah's Quay Nomads heim í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn. KA-menn unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Hallgrímur skoraði fyrra mark KA í leiknum á Fram-vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×