Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 07:48 Ferðamenn í Róm. AP/Gregorio Borgia Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig.
Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira