Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 11:59 Gitanas Nauseda forseti Litháen bauð Joe Biden forseta Bandaríkjanna velkominn til Vilnius í morgun og átti með honum stuttan fund fyrir leiðtogafundinn. AP/Susan Walsh Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27