Hægri flokkar með forskot en sósíalistar sækja á Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 11:37 Turnarnir tveir. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins (t.v.) tekur í hönd Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins. Flokkar þeirra eru þeir stærstu í spænskum stjónrmálum. Vísir/EPA Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira