Bandaríkin eyða síðustu efnavopnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Vopnin kvödd. Starfsmenn Pueblo-efnavopnageymslu Bandaríkjahers í Colorado meðhöndla hylki með sinnepsgasi. Lokið var við að eyða gasinu 22. júní. Enn á eftir að klára að eyða saríngasbirgðum í Kentucky. AP/David Zalubowski Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997. Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira