Erlent

Tók byssu af landamæraverði og drap tvo

Árni Sæberg skrifar
Ferðalangar þurftu að rýma flugstöðina.
Ferðalangar þurftu að rýma flugstöðina. Cristian Straista/AP

Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið.

Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þar er jafnframt haft eftir Maiu Sandu, forseta Moldóvu, að einn sé særður eftir árásina.

Þá segir Dorin Recean forsætisráðherra við staðarfjölmiðla að sá grunaði sé særður í haldi lögreglu og að hann sé 43 ára gamall Tadsíki.

Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnar Moldóvu segir að maðurinn hafi verið á leið frá Tyrklandi þegar honum var meinuð innganga inn í Moldóvu. Á meðan verið hafi verið að færa hann á sérstakt svæði á flugvellinum hafi hann náð byssu af landamæraverði með fyrrgreindum afleiðingum.

Í kjölfarið hafi flugstöðin verið rýmd og öllum komum og brottförum aflýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×