Lögregluyfirvöld í San Bernardino greindu frá tíðindunum um helgina. Fréttir bárust af því um miðjan janúar síðastliðinn að hins 65 ára Sands væri saknað. Hann hafði þá verið á göngu í slæmu veðri á Baldy Bowl-svæðinu í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles.
Sands er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Killing Fields, A Room with a View, 24, Boxing Helena, Leaving Las Vegas,Smallville og The Girl with the Dragon Tattoo.
Sands hafði búið í Los Angeles frá árinu 2020 og lék síðast í dramamyndinni Benediction sem skartaði einnig þeim Jack Lowden og Peter Capaldi í helstu hlutverkum. Sands fór með hlutverk blóðföður Súperman í Smallville-þáttunum og Vladimir Bierko í 24.
Mikil leit hefur staðið yfir síðustu mánuði að Sands þar sem meðal annars var notast við dróna, þyrlu og leitarhunda.