Arteta segir að Arsenal hafi verið sálarlaust þegar hann mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 10:30 Mikel Arteta hefur komið Arsenal aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Getty/David Price Mikel Arteta hefur gert flotta hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en hann segir að Arsenal hafi verið búið að týna sál félagsins þegar hann mætti á svæðið árið 2019. Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira