Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:46 Höskuldur Gunnlaugsson mundar skotfótinn í leiknum stórkostlega gegn HK í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira