Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 12:27 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir Fjármálaeftirlitið sýna bankanum traust þrátt fyrir að honum hafi nú verið gert að greiða 1,2 milljarða sekt. VÍSIR/VILHELM Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira