Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júní 2023 22:25 Íslandsbanki hefur þegið boðið fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með samkomulagi um sátt. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira