Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2023 20:17 Stéphane Urquizar frá Frakklandi hefur aldeilis fengið að kynnast íslensku veðurfari. Vísir Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira