Erlent

Að minnsta kosti 41 látinn í ó­eirðum í kvenna­fangelsi í Hondúras

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ættingjar bíða í von og ótta fyrir utan fangelsið.
Ættingjar bíða í von og ótta fyrir utan fangelsið. AP/Elmer Martinez

Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að óeirðir brutust út í kvennafangelsi í Hondúras í gær. Svo virðist sem átök hafi brotist út milli gengja og að annað hafi kveikt í fangaklefa í kjölfarið.

BBC hefur eftir yfirvöldum að flestir hafi látist af völdum eldsins.

Julissa Villanueva, aðstoðaröryggisráðherra landsins, hefur lýst yfir neyðarástandi og heitið því að uppræta ofbeldið. Þá hefur hún heimilað lögreglu, slökkviliðinu og hernum að grípa inn í ástandið.

Það liggur ekki fyrir hvort allir látnu voru fangar. Nokkrir hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Fangelsið er í um 20 kílómetra fjarlægð frá Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, og rúmar 900 einstaklinga.

Delma Ordónez, sem fer fyrir hóp ættingja fanganna, hefur sagt við fjölmiðla á staðnum að hlutar fangelsisins séu gjöreyðilagðir eftir óeirðirnar. 

Spilling og ofbeldi af hálfu gengja eru útbreidd í Hondúras og eru sögð teygja anga sína inn í stjórnkerfið. Morðtíðni í landinu hefur farið ört vaxandi. Mikið af því kókaíni sem ratar til Bandaríkjanna frá Suður-Ameríku fer í gegnum Hondúras.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×