Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:17 Úkraínskir hermenn koma fána sínum fyrir á húsi í Blagodatne, að eigin sögn. Skjáskot Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54