Áhyggjur vaxa í takt við aukið koffínmagn orkudrykkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 11:42 Á meðan Prime Hydration er koffínlaus inniheldur Prime Energy 200 milligrömm af koffíni. Getty/Mike Kemp Áhyggjur eru uppi af mikilli koffínneyslu ungmenna en svokallaðir „orkudrykkir“ sem hafa ratað á markað á síðustu árum innihalda jafn mikið koffín eða meira koffín og tveir kaffibollar eða sex dósir af hefðbundnum gosdrykk. „Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni. Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni.
Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira