Drykkir

Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir haustið

Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. 

Lífið
Fréttamynd

Starbucks opnar á Ís­landi

Kaffihúsakeðjan alþjóðlega Starbucks hyggst opna kaffihús á Íslandi innan tíðar. Malasíska félagið Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin til­viljun að kaffið bragðaðist „eins og skítur“

Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið.

Lífið
Fréttamynd

Á­föstu tapparnir stóðust ekki gæðapróf

Á næstu dögum og vikum verður íþróttadrykkurinn Powerade tímabundið seldur með hefðbundnum flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút, eða sporttappans svokallaða, sem hefur prýtt flöskuna hingað til. 

Neytendur
Fréttamynd

Aldrei verið minna af sykri í ís­lensku Pepsí

Íslenskir neytendur hafa fundið fyrir því nýverið að minni sykur er í venjulegu Pepsí en áður. Þess í stað hafa verið sett sætuefni í staðinn, neytendum til mismikillar gleði. Ölgerðin segir ákall hafa verið eftir minna sykurmagni í drykknum.

Neytendur
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir sumarið 2024

Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Grænn og vænn mánudagsdrykkur

Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Guðdómlegir ó­á­fengir kokteilar fyrir helgina

Jakob Eggertsson, sigurvegari í World Class barþjónakeppninni árið 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo, deilir uppskriftum að vinsælum óáfengum kokteilum með lesendum Vísis í tilefni Edrúar átaksins. 

Lífið
Fréttamynd

Öl­gerðin breytir slag­orðinu fyrir Kristal

Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn.  Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 

Lífið
Fréttamynd

McDonald's kynnir systur­keðju

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þarf að fram­reiða fimm kokteila á sjö mínútum

Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara al­veg von­laust!“

Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið
Fréttamynd

Er kaffið á kaffi­stofunni ykkar sjálf­bært?

Sjálfbærni er margnotað hugtak á okkar tímum og mikilvægt að inntak þess varðveitist. Í raun er lykilhlutverk fyrirtækja, óháð stærð og umfangi rekstrar, að stefna að sjálfbærni í bæði rekstri og framleiðslu svo starfsemin hafi sem minnst áhrif á umhverfið.

Samstarf
Fréttamynd

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Neytendur
Fréttamynd

Toppur verður að Bonaqua

Vörumerkið Toppur mun brátt heyra sögunni til. Nafnabreyting verður á vörunni í sumar og mun drykkurinn framvegis kallast Bonaqua. Engin breyting verður þó á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið
Fréttamynd

Besti barþjónninn drekkur ekki kokteila

Leó Snæfeld Pálsson barþjónn á Sumac var valinn Besti barþjónninn í Bartenders Choice Awards sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Drykkurinn hans, Funiks, var einnig valinn besti „signature“ drykkurinn og kokteilaseðillinn á Sumac eins og hann leggur sig var valinn Besti kokteilaseðillinn. Þá var Sumac valinn Besti veitingastaðurinn að mati dómnefndar. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet

Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum.

Lífið