Áhyggjur vaxa í takt við aukið koffínmagn orkudrykkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 11:42 Á meðan Prime Hydration er koffínlaus inniheldur Prime Energy 200 milligrömm af koffíni. Getty/Mike Kemp Áhyggjur eru uppi af mikilli koffínneyslu ungmenna en svokallaðir „orkudrykkir“ sem hafa ratað á markað á síðustu árum innihalda jafn mikið koffín eða meira koffín og tveir kaffibollar eða sex dósir af hefðbundnum gosdrykk. „Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni. Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni.
Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira