Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 14:45 Þorpið Dnipryany, sem er austan megin við Dnipró og í höndum Rússa. AP Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira