Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 13:56 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, er hann ræddi við blaðamenn í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Andrew Harnik Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53