Innlent

Boðar á­frýjun í makríl­málinu og segir ríkið ekki hafa hafnað sátt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Vinnslustöðinni og Hugin rúman milljarð króna í bætur. 
Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Vinnslustöðinni og Hugin rúman milljarð króna í bætur.  vísir/vilhelm

Íslenska ríkið hefur boðað áfrýjun í makrílmálinu, máli Vinnslustöðvarinnar og Hugins gegn íslenska ríkinu, en dómur féll í héraðsdómi í fyrradag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkið ekki hafa hafnað sátt í málinu.

Bjarni segir áfrýjun vera eðlilegt skref eftir niðurstöðu héraðsdóms í Facebook færslu sem hann birti gær. Að ríkið hafi áður boðað að tekið yrði til varna af fullum þunga. 

Í færslunni segir hann ríkið ekki hafa hafnað sátt í málinu, en forsenda þess að sáttum yrði náð væri sú að einungis yrði litið til sölutaps í málinu, ekki vinnslu eða sölukeðjunnar erlendis.

Að auki segir Bjarni réttlætismál að almennir skattgreiðendur þurfi ekki að greiða þann reikning sem ríkinu gæti borist vegna málsins.

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Vinnslustöðinni 525 milljónir króna í bætur auk dráttarvaxta. Þá var ríkið einnig dæmt til að greiða Hugin, sem nú er í eigu Vinnslustöðvarinnar, 329 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenska ríkinu beri einnig að greiða 25 milljónir króna í málskostnað.


Tengdar fréttir

Vinnslustöðin lagði ríkið í makrílbaráttu upp á milljarða króna

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna  í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð.

Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur

Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×