Innlent

Hlaupa­hjóla­sprenging og á­rekstrar á meðal fjöl­margra verk­efna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árekstur varð í kvöld í Garðabæ.
Árekstur varð í kvöld í Garðabæ. vísir/vésteinn

Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk.

Vísi barst myndir af vettvangi bílslyss í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman. 

Engin slys urðu á fólki, að sögn Ásgeirs Halldórssonar aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði á höfuðborgarsvæði.

Þá varð annað umferðarslys varð í Heiðmörk, þar sem bíll valt. Tveir einstaklingar voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsl.

Töluverður erill

Auk þessa varð sprenging í morgun út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í geymslurými í Lynghálsi. Dælubíll var kallaður út og tókst að forða tjóni.

„Það hefur verið töluverður erill, slatti svona á laugardegi, á dagvaktinni voru í sextíu sjúkraflutningar og átta dælubílar kallaðir út“ segir Ásgeir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×