Erlent

Björgunar­að­gerðum lokið og nær 300 sagðir látnir

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nandera Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti í dag slysstaðinn.
Nandera Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti í dag slysstaðinn. AP

Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir.

Suhanshu Sarangi, forstjóri slökkviliðs Odisha sagði, samkvæmt BBC, að um 290 manns hafi þegar látist vegna slyssins.

Slysið varð um sjöleytið á staðartíma þegar farþegalest fór út af sporinu og önnur lest ók á brak hennar. Yfir tvöhundruð sjúkrabílar og hundruð lækna komu á slysstað.

Nandera Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti í dag slysstaðinn. Hann hyggst heimsækja þá sem slösuðust í slysinu á spítalann.

Myndskeið hefur náðst á dróna þar sem sést yfir slysstaðinn. 

Slysið er sagt það þriðja mannskæðasta í sögu indverskra lestarslysa. Í júní 1981 létu nær 800 manns lífið þegar of fjölmenn lest féll í á. Í ágúst 1995 létust að minnsta kosti 350 manns þegar tvær lestar rákust saman tvöhundruð kílómetrum utan Delhi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.