Manchester United þarf að vinna til að vernda eigin arfleið Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 10:00 Pep Guardiola og Erik Ten Hag mætast í úrslitaleik FA-bikarsins í dag. Vísir/Getty Manchester United og Manchester City mætast í dag í úrslitaleik enska FA-bikarsins. Manchester City á möguleika á að vinna þrennuna en nágrannar þeirra eru þeir einu sem hafa náð því áður. Leik Manchester United og Manchester City er dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem þessi nágrannalið mætast í úrslitum FA-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 en upphitun hefst klukkan 13:30. Manchester City er nú þegar orðið enskur meistari og einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Inter frá Ítalíu í úrslitaleik um næstu helgi. Manchester City á því möguleika á að vinna þrennuna líkt og nágrannar þeirra í United gerðu árið 1999 eins og frægt er. Vinni City þrennuna fellur óneitanlega smá skuggi á þrennu United frá 1999. Það er ekki alveg eins að afreka eitthvað ef einhver annar gerir það líka, sérstaklega ef við tökum inn í myndina að City náði í tuttugu fleiri stig í úrvalsdeildinni á þessu ári heldur en United gerði fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Það er því ekki bara bikar í húfi í dag heldur fær United tækifæri til að vernda eigin arfleið með sigri. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, gefur þó lítið fyrir þetta og vill að leikmenn United einblíni á að liðið gæti unnið sinn annan titil á tímabilinu. „Við viljum vinna bikar. Þetta snýst ekki um að stoppa þá. Þetta snýst um að við vinnum bikar,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 13:30. Enski boltinn Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Söguleg byrjun Slot Sjá meira
Leik Manchester United og Manchester City er dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem þessi nágrannalið mætast í úrslitum FA-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 en upphitun hefst klukkan 13:30. Manchester City er nú þegar orðið enskur meistari og einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Inter frá Ítalíu í úrslitaleik um næstu helgi. Manchester City á því möguleika á að vinna þrennuna líkt og nágrannar þeirra í United gerðu árið 1999 eins og frægt er. Vinni City þrennuna fellur óneitanlega smá skuggi á þrennu United frá 1999. Það er ekki alveg eins að afreka eitthvað ef einhver annar gerir það líka, sérstaklega ef við tökum inn í myndina að City náði í tuttugu fleiri stig í úrvalsdeildinni á þessu ári heldur en United gerði fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Það er því ekki bara bikar í húfi í dag heldur fær United tækifæri til að vernda eigin arfleið með sigri. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, gefur þó lítið fyrir þetta og vill að leikmenn United einblíni á að liðið gæti unnið sinn annan titil á tímabilinu. „Við viljum vinna bikar. Þetta snýst ekki um að stoppa þá. Þetta snýst um að við vinnum bikar,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 13:30.
Enski boltinn Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Söguleg byrjun Slot Sjá meira