Íbúum hefur verið sagt að leita skjóls vegna eldflaugaárása Rússa. Þessi ljósmynd var tekin í gær en tvær konur á fertugsaldri og níu ára stúlka létust í árásum sem gerðar voru í gær. Vísir/Getty
Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls.
Loftvarnakerfi Kænugarðs eyðilagði fleiri en þrjátíu eldflaugar og árásardróna í morgun í enn einni árásinni á Kænugarð. Engar upplýsingar hafa enn borist um manntjón.
Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu að sprengingar væru í borginni en að loftvarnakerfið væri að virka. Serhiy Popko, yfirmaður hermála í Kænugarði, sagði þá að þetta væri sjötta árásarhrinan í borginni á aðeins sex dögum.
Borgaryfirvöld segja að konurnar tvær og níu ára stúlkan sem létust í árásunum snemma í gærmorgun hafi reynt að leita skjóls í sprengjubyrgi sem reyndist lokað.
Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu.
Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.