Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 15:18 Mynd James Webb af vatnsstróknum sem stafar frá Enkeladusi. Tunglið sjálft er innan rauða rammans. Strókurinn er meira en tuttugu sinnum lengri en þvermál tunglsins. NASA, ESA, CSA, STScI, and G. Villanueva (NASA’s Goddard Space F Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni. Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni.
Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira