Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Árni Sæberg skrifar 28. maí 2023 19:06 Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið. J. Scott Applewhite/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn. Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn.
Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira