Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 15:00 Vucic sagði tugþúsundum stuðningsmanna sinna að hann yrði flokksmaður svo lengi sem hann lifi. Getty Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. „Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
„Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05