Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 16:54 Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, hefur lengi verið umdeildur. AP/Tony Gutierrez Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo. Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo.
Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira