Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 15:43 Steindór er einn fjögurra vísindamanna við HÍ, HR og heilsugæslunnar sem stóðu að rannsókninni. Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma. Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma.
Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira