Hin 23 ára gamla Batlle gekk í raðir Man United árið 2020 eftir að hafa verið hjá Levante í þrjú ár. Hægri bakvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð á leiktíðinni og er ein stærsta ástæða þess að Man United á enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn og komst alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar.
Per multiple sources, Ona Batlle is set to leave Manchester United and sign for Barcelona this summer
— DAZN Football (@DAZNFootball) May 24, 2023
Batlle would be returning home, after having spent her youth career in Barcelona pic.twitter.com/ShcEjPmdkL
Samkvæmt heimildum ytra hefur Batlle, sem á að baki 28 A-landsleiki fyrir Spán, þegar náð samkomulagi við Spánarmeistara Barcelona. Hvort það þýði að enska landsliðskonan Lucy Bronze yfirgefi Börsunga er óvíst en með komu Batlle væri félagið með tvo af bestu hægri bakvörðum Evrópu í sínum röðum.
Batlle er ekki eina stjarnan í liði Man United sem rennur út á samning í sumar en Alessia Russo, landsliðsframherji Englands, hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning.