Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 23:40 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira