Ljóst var í gær, eftir tap Arsenal gegn Nottingham Forest, að Manchester City væri orðið Englandsmeistari þriðja tímabilið í röð og í níunda skiptið í sögunni.
Það var því blásið til sigurhátíðar á heimavelli félagsins, Etihad leikvanginum, er meistararnir mættu til leiks og báru sigur úr býtum gegn Chelsea.
Eftir leik héldu fagnaðarlætin áfram og Englandsmeistaratitillinn fór á loft við hátíðlega athöfn.
MANCHESTER CITY ARE PREMIER LEAGUE CHAMPIONS AGAIN!!!pic.twitter.com/YnfocfE3Uc
— 17 (@KEVdxbruyne) May 21, 2023