Enski boltinn

Manchester City Eng­lands­meistari

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Manchester City fyrr á tímabilinu
Frá leik Manchester City fyrr á tímabilinu Vísir/Getty

Manchester City varð í dag Eng­lands­meistari. Þetta varð ljóst eftir 1-0 tap Arsenal gegn Notting­ham For­est á úti­velli. Ekkert lið á nú mögu­leika á því að skáka Manchester City í ensku úr­vals­deildinni.

Skyttunum í Arsenal hefur fatast flugið að undan­förnu eftir að hafa lengi vel verið í for­ystunni í ensku úr­vals­deildinni.

Fyrir leik liðsins gegn Notting­ham For­est í dag var ljóst að Manchester City yrði Eng­lands­meistari ef Arsenal myndi tapa leik sínum gegn For­est.

Svo varð raunin en eina mark leiksins skoraði Taiwo Awoni­yi, fyrir Nottingham Forest, á 19.mínútu eftir stoð­sendingu frá Morgan Gibbs-White.

Manchester City varð því svo­kallaður "sófa­meistari" en liðið á leik á morgun á heima­velli gegn Chelsea þar sem að gleðin verður við völd.

Þetta er í níunda skiptið í sögunni sem Manchester City verður Eng­lands­meistari og þriðja tíma­bilið í röð sem liðið tryggir sér titilinn.

Að sama skapi veldur sigur Nottingham Forest því að nýliðarnir eru öruggir með að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×