Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 18:46 Katrín hlaut gagnrýni einhverra á samfélagsmiðlum fyrir móttökurnar. Evrópuráðið Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59