Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 11:18 Bílaflotinn verður ekki fluttur úr landi eins og upphaflega stóð til. Vísir/Vilhelm Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent
Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent