Grindavík henti Val út úr Mjólkurbikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 17:09 Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslitin. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og sló Val úr Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun.
Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira