Erlent

Fjögur börn lifðu af flug­slys og tvær vikur í ó­byggðum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Börnin höfðu verið týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga.
Börnin höfðu verið týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga. Getty/Juancho Torres

Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. 

Börnin eru þrettán ára, níu ára, fjögurra ára og ellefu mánaða. Vélin hrapaði er hún var á leið frá Araracuara til San José del Guaviare þegar hún hrapaði 1. maí síðastliðinn. Þegar vélin, sem var Cessna 206-flugvél, fannst í skóginum fundust lík móðurinnar og mannanna tveggja en börnin voru hvergi sjáanleg. 

Við leit björgunaraðila að systkinunum fundust hálfétnir ávextir, skýli gert úr trjágreinum og fleira. Þar af leiðandi héldu þeir í trúna um að börnin væru lifandi. Þyrlur flugu um skóginn með hátalara sem spilaði rödd ömmu barnanna að biðja þau um að vera kyrr. 

Einhverjir héraðsmiðlar í Kólumbíu hafa greint frá því að ættbálkur í skóginum hafi fundið börnin og tekið þau til sín. Þær fregnir hafa þó ekki fengist staðfestar. 

Uppfært: Forseti landsins hefur eytt fyrra tísti sínu, þar sem hann sagði börnin vera fundin. Í nýju tísti segir hann að ekki hafi tekist að staðfesta fund barnanna. Leit verði haldið áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×