„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 11:21 Úkraínskir hermenn skjóta úr fallbyssu nærri Bakhmut. AP/Libkos Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð