Verið að fremja árásir á íslenska vefi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2023 10:19 Runólfur segir óstaðfestar fregnir hafa borist hvaðan netárásirnar koma en ekkert staðfest í þeim efnum. Vísir/Arnar Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“ Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“
Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36
Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57