Verið að fremja árásir á íslenska vefi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2023 10:19 Runólfur segir óstaðfestar fregnir hafa borist hvaðan netárásirnar koma en ekkert staðfest í þeim efnum. Vísir/Arnar Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“ Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“
Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36
Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57