„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 21:40 Arnar var allt annað en sáttur með mótherja dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. „Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
„Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira