Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 20:01 Kópavogslækur rennur í Kópavogstjörn sem er rétt við voginn. Vísir/Einar Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín. Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín.
Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira